Spurningar og svör
Er hægt að vera með þjónustu frá öðrum netfyrirtækjum en Snerpu á ljósleiðaranum?
Netþjónusta frá Sýn hefur verið í boði á ljósleiðara Snerpu frá upphafi. Í dag getur Míla boðið upp á tengingar á ljósleiðara Snerpu í Bolungarvík, Hnífsdal, Suðureyri, Þingeyri og í stórum hluta Ísafjarðar. Verið er að vinna í að koma Ljósleiðaranum inn á ljósleiðara Snerpu og í framhaldinu geta fjarskiptafyrirtæki sem nýta þjónustu þeirra boðið sína þjónustu á ljósleiðara Snerpu.