Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Þráðlaus net

Staðsetning routers

Eftirfarandi er gott að hafa í huga þegar router er staðsettur.

  • Miðsvæðis og ofan á borði eða skáp.
  • Hafa router hátt uppi ef hægt er, ekki niðri við gólf
  • Helst ekki upp við burðarveggi.
  • Ekki hafa router upp við önnur raftæki á borð við hátalara, örbylgjuofna, sjónvörp og annað eins

2,4Ghz eða 5Ghz

Í routerum eru almennt tvö þráðlaus net 2,4Ghz og 5Ghz.

Á routerum frá okkur þá ættir þú að sjá þessi mismunandi þráðlaus net.

  • Zyxel####
  • Zyxel####_5G

En hvoru áttu að tengjast við?

  • 2.4 GHz er langdrægara en ber minni hraða. Það nær betur í gegnum fyrirstöður á borð við veggi og hentar því vel fyrir farsíma og þau tæki sem þú ferð með um allt hús.
  • 5Ghz styður meiri hraða en með dregur styttra og verr í gegnum fyrirstöður. Ef þú ert langt frá routernum eða bakvið fyrirstöður eins og veggi, sérstaklega steypa, geturðu fengið verri hraða með 5Ghz heldur en 2,4Ghz.

Burðarveggir og járn

Járabinding og þykk steypa hafa mjög slæm áhrif á þráðlaus merki. Hvort sem það er að merki sé að berast í gegnum járnabundin vegg eða ef router er staðsettur upp við járnabundin vegg.

Mikill munur getur verið á gæðum þráðlaus nets ef router er alveg upp við vegg eða 30 til 50 sentimetra frá honum.