Nýr þjónustusamningur og ný vefsíða
Hraðfrystihúsið Gunnvör hefur ráðið Snerpu til að þjónusta sín tölvumál og var skrifað undir þjónustusamning í síðustu viku. Munu starfsmenn Snerpu ehf sjá um öll tölvumál Hraðfrystihússins með fastri viðveru í hverjum mánuði á staðnum.
Hefur þetta form þjónustustigs notið vaxandi vinsælda meðal fyrirtækja hér vestra og sífellt bætast við ný fyrirtæki í fyrirtækjaþjónustu Snerpu.
Bjóðum við HG velkomið í hópinn.
Ný vefsíða Skrifstofuhótelsins
Ný vefsíða hefur verið hönnuð og sett á netið á vegum Skrifstofuhótelsins í Neista á Ísafirði. Á vefsíðunni má fina allar upplýsingar um skrifstofuhótelið, myndir af aðstöðunni og upplýsingar um námskeiðahald, en sá liður mun vera ofarlega á baugi í starfsemi þess. Vefsíðan er bæði á íslensku og ensku.
Vefsíðan er sett upp í vefumsjónarkerfinu Snerpill vefumsjón.
Skoða skrifstofuhotel.is
Starfsfólk Snerpu óskar Skrifstofuhótelinu til hamingju með nýju síðuna.