Snerpa, Opin kerfi og Menntaskólinn í samstarfi
Í gær var undirritaður samstarfsamningur á milli Menntaskólans á Ísafirði, Opinna kerfa og Snerpu.
Samningurinn færir Menntaskólann í röð fremstu skóla í tölvumálum bæði gagnvart nemendum og kennurum. Nemendum er nú í fyrsta skipti gert skilt að nota fartölvu við nám í skólanum til hagræðis bæði fyrir nemendur og kennara. Komið er á móts við þá nemendur sem ekki eiga fartölvu og þeim gefinn kostur á að leigja fartölvu á 10.000 kr á önn.
Inn í þessum samningi er gert ráð fyrr því að 23 vinnustöðva- og netþjónar verði hýstir í vélasal Snerpu til að mæta ströngustu öryggiskröfum. Auk þess festi skólinn kaup á 300 fartölvum fyrir nemendur og kennara. Vébúnaðurinn í Snerpu er tengdur Menntaskólanum með 1 Gbps ljósleiðara sem lagður var fyrir skömmu af starfsmönnum Snerpu. Samband þetta nægir fyrir öflugustu grafíkvinnslu og hægt er að tengjast vinnustöðvunum hvaðan sem er svo lengi sem nettenging er í boði.
Sif Helgadóttir og Þórður Jensson, starfsmenn Opinna kerfa komu í heimsókn til Ísafjarðar í gær og skrifuðu undir samninginn ásamt Jóni Reyni skólameistara menntaskólans, Gísla Halldórssyni fjármálastjóra menntaskólans og starfsmönnum Snerpu, þeim Matthildi Helgadóttur framkvæmdastjóra og Ragnari Árnasyni þjónustu- og sölustjóra. Samningur þessi hleypur á tugum milljóna og mun styrkja uppbyggingu fyrirtækjaþjónustu Snerpu enn frekar.