Truflanir urðu á netsambandi hluta viðskiptavina Snerpu í morgun, sumar fyrirtækjatengingar hegðuðu sér þannig að ekki fékkst samband á Netið þó búnaður virtist virka eðlilega. Fyrst varð vart við þetta á tímabilinu kl. 11:00-11:30 og svo aftur kl. 12:30-14:00 - Eftir ítarlega leit fannst bilunin í swiss sem er búnaður sem flokkar umferð á milli viðskiptavina. Ekki ætti því að verða vart við truflanir vegna þessa aftur.