Verktaki sleit í sundur símastreng í Urðavegsbrekkunni klukkan rúmlega 16 í dag með þeim afleiðingum að net- og símalaust er hjá hluta heimila á Engjavegi.
Samkvæmt upplýsingum frá Mílu er ekki búist við að viðgerðir hefjist fyrr en í fyrramálið.
Uppfært: 31.5.2017 kl: 14:00. Míla hefur lokið við viðgerð á strenginum.