Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 17. maí 2023

Rafmagnsbilun í Súðavík

Vegna bilunar í rafmagnsgötuskáp í Súðavík um kl. 17:30 í dag er rafmagn farið af húsnæðinu þar sem símstöðin er til húsa. Enn er notast við varaafl en þarf að setja við ljósavél og getur orðið truflun vegna þess þegar hún er tengd og aftengd. Verið er að vinna í greiningu og viðgerð á dreifikerfi rafmagns en óvíst er á þessu stigi hvenær viðgerð lýkur.

Kl. 18:26 - Búið er að tengja ljósavél við búnað og varð stutt rof við það.

Kl. 20:00 - Viðgerð er lokið og rafmagn komið á.


Til baka