Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Sturla Stígsson Sturla Stígsson | 29. júlí 2022

Truflanir á netsambandi

Vegna truflunar í samböndum Vodafone á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar gætu notendur Snerpu fundið fyrir truflunum eða hægagangi á neti. Viðgerð stendur yfir.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Uppfært 30.7 kl 14:30 - Truflanir hófust aftur nú fyrir stundu og eru tæknimenn Vodafone að skoða málið.

Uppfært 30.7 kl. 22:10 - Búið er að finna orsök bilunar og eru sambönd komin upp kl.21:48. Búast má við rofi í nótt þar sem skipt verður um búnað og með því þá eru vandamál þessu tengd væntanlega úr sögunni.

Uppfært 31.7 kl.16:00 - Viðgerð lauk um kl 3 sl. nótt.


Til baka