Notendur sem tengjast um Ljósnet og ADSL frá Mílu munu finna fyrir truflunum á tímabilinu millikl. 01 og 05 í nótt vegna vinnu við búnað í Búðardal. Truflanir verða á bæði net- og sjónvarpsþjónustu.
Notendur gætu þurft að endurræsa búnað að vinnu lokinni og skal þá endurræsa router fyrst og síðan myndlykil eftir að router er kominn í gang.
Bilunin ætti ekki að hafa áhrif á aðra notendur en þó fer hluti útlandasambanda einnig sömu leið og gætu orðið truflanir af þess völdum í stutta stund, sérstaklega á YouTube.
Við viljum nota tækifærið og vekja athygli á póstlista okkar um kerfistilkynningar þar sem sendar eru út allar tilkynningar um rof eða truflanir, en á þessarri síðu er yfirleitt einungis getið um truflanir sem hafa áhrif á umtalsverðan hluta notenda. Póstlistann má nálgast á vefslóðinni http://listar.snerpa.is/mailman/listinfo/kerfi