Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 24. júlí 2017

Truflanir í innanlandssamböndum

Kl. 14:07 Truflanir eru á sambandi Snerpu við Tæknigarð, FSNET og mögulega fleiri aðila. Þetta veldur einnig truflunum í símakerfum sem fara sömu leið. Þar sem útlandasambönd fara tvær leiðir og þetta er önnur af þeim skapast einnig truflanir á þeim í sumum tilfellum. Verið er að athuga hvað veldur.

kl. 14:23 Orsökin mun vera ljósleiðaraslit hjá Mílu. Ekki er ljóst á þessarri stundu hvort öll sambönd eru á varaleið um Djúpið en hluti þeirra er það a.m.k. Álag á þau sambönd er þó meira sem leiðir til tafa og hljóðtruflana í símakerfum. Auk þess er dreifing á útvarpi og sjónvarpi sums staðar óvirk eða léleg.

kl. 14:40 Búið er að staðsetja slit á ljósleiðara nálægt tengibrunni við Krossholt á Barðaströnd. Viðgerðarteymi Mílu er að vinna í málinu.

kl. 16:18 Staðan er eins en varaleiðin virðist ráða við álagið og þess vegna eru hætt (amk. í bili) vandamál með símakerfi og almenn netumferð eðlileg að mestu. IP-sjónvarp er hinsvegar úti og verður þar til viðgerð lýkur en viðgerðir á svona slitum taka að jafnaði um 8 klst. Einnig hefur frést af truflunum á útvarpsútsendingum vegna þessa.

kl. 22:17 Sambönd eru komin upp aftur.


Til baka