Vegna vinnu við færslu á samböndum í símstöð á Ísafirði verða truflanir aðfaranótt miðvikudags 8. mars á milli 02:00 og 05:00. Áætlaður roftími er um 5 mínútur.
Þetta hefur áhrif á netþjónustu Snerpu og Vodafone á xDSL og ljósleiðara Snerpu. Svæði sem verða fyrir áhrifum eru Eyrin á Ísafirði, Mjólká, Bíldudalur, Tálknafjörður og Patreksfjörður.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.